fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Auglýsing

í dag er svokallaður mílusteinn í sögu Rónafélags Húnaþings og Stranda. Í dag hefur verið tekin ákvörðun miðstjórnar félagsins um að selja einn ástkærasta meðlim félagsins í svo óforskömmuðu mansali, að líknarfélögum blöskrar.

Hér er á ferðinni okkar kæri rónabíll.

Rónabíllinn hefur verið á meðal vor í nokkur ár, eða allt frá því að hann sleit barnskónum í faðmi Dóra á þverá. strax tókust ástir með anganum og hans nýju eigendum, þar sem margur hringurinn var farinn seint að kveldi til að gá hvort nýlegar viðbætur virkuðu ekki eins og skildi. Ótal mannstundum eyddu velunnarar í iðrum kauða við slíkar bætur. Eftir kaupin var til að mynda sætaskipan breytt þannig að vel fer nú um 7 í eldhúsinu. "rauða herbergið", sem hefur öðlast himneskan sess meðal þreyttra þjóðhátíðarfara, var opnað snemmsumars 2004 og dagblaðakóverið sem prýðir kjölinn kom ári seinna. Þá var stýrishúsið málað fögrum gulum litum á afar köldu júlíkvöldi sama ár.

Læknar votta það að Dóra sé ekki enn orðið heitt á fingrunum eftir þann hildarleik.

Úr rónabílnum hefur margt misjafnt komið.

-Í honum var lagið kremkex sungið að meðaltali þrisvar sinnum á klukkustund, frá klukkan 11 að morgni og framúr á síðustu þjóðhátíð.

-Af svölum bílsins var gefið popp í bílabíói síðasta sumar. Allar áætlanir um magn popps sprungu, svo að Döllu brá við allt poppið sem fram fór í eldhúsinu hjá henni. Kunnum við henni okkar bestu þakkir fyrir skjót viðbrögð.

-Kári smiður var í honum sömuleiðis gæsasteggjaður, þar sem met var sett í áfengisdrykkju innan ökutækis á ferð. Hreingerningin tók þrjá daga.

-Nú, að mati dómnefndar hafa verið farnir átta vatnsneshringir á bílnum, þar af tveir sama daginn síðasta sumar. Það merkilega við það er að Skúli fór ekki neina þeirra, hvorki í gæsaleit né -sýningu...

-Síðustu tvö ár hefur bíllinn verið notaður á tvær þjóðhátíðir, þar sem hann var keyrður suður á bóg rafmagnslaus í annað skiptið og í 80 vindstigum í hitt. Þá hafa jafnmargar ferðir verið farnar á hestamannamót utan húnaþings; fjórðungsmót dalamanna, þar sem loji rauðhaus keyrði á nýju landsmótsmeti og á eitt landsmót á hellu. Hefur verið gerður góður rómur eingöngu af bílnum á þessum mannamótum.

Listinn er nánast ótæmanlegur.

Þeim sem áhuga hafa á að bætast í keðju skemmtilegra manna sem hafa átt hlutdeild að bílnum, er bent á að hafa samband við eigendur. Halldór bethson svarar köllum í Sparisjóðnum, Skúli húdd hilla"djöfull-ertu-orðinn-feitur-þú-verður-að-koma-með-okkur-hróa-upp-á-fjöll"son er einnig memm, en hvar hann er að finna er ekki vitað. Ritarinn tekur svo við tilboðum í útibúi Rónafélagsins í Tékklandi.

Öllum tilboðum verður svarað, nema ef þau eru hlægilega lág.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home