þriðjudagur, janúar 17, 2006

I tried to do it quietly

Það var síður en svo það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég útskrifaðist frá Grunnskóla Hvammstanga nítjánhundruð og eitthvað, að ég ætti eftir að vera í dómnefnd í söngvarakeppni Grunnskólans síðar á lífsleiðinni. Nei Ísblóm, Murs og Appelsín áttu hug minn allann á þeim tíma. Ég hugsaði því Gunna Sveins þegjandi þörfina þegar ég vaknaði skítþunnur á laugardagsmorguninn eftir að hafa verið í standandi partýi til klukkan 7, það var jú téður Gunnar sem fékk mig í þetta dómarajob. Ég, Kjartan í sjoppunni og Helga Vilhjálms vorum í dómnefnd og ég held að við höfum sloppið ágætlega frá þessu. Punktur keppninnar var tvímælalaust þegar við vorum að afhenda verðlaun fyrir yngri flokkinn, en þá heyrðist pískrað út í sal ,,hver er þessi feiti sem stendur hliðina á Dóra”. Kjartan sást víst daginn eftir með fullann höldupoka af Herbalifevörum og árskort hjá Mikka upp á vasann.


Föstudaginn 27. janúar verða 250 ár liðin frá fæðingu Wolfgangs Amadeusar Mozart, og verður afmælis hans minnst víða um heim. Í síðdegisútvarpinu í dag var rætt við Jóhann Einarsson klarinettleikara um þennan atburð. Hann réði sér vart af spenningi. Ætli föstudagurinn verði almennt stærsti dagur ársins í lífi íslenskra klarinettleikara? Ég verð að muna eftir að fara í ríkið á föstudaginn.


Leikur ársins á sunnudaginn, Man Utd-Liverpool. Leikir liðanna eru tvímælalaust stærstu leikir tímabilsins og skiptir þá staða liðanna í deildinni engu máli. Í fyrsta skipti í langan tíma, finnst mér Liverpool vera með sterkara lið en Man Utd og er það vel. Í þessum leik mætast tveir bestu leikmenn deildarinnar, Gerrard og Rooney. En ég hef rifist við ófáa Man Utd menn um hvor þeirra sé betri, vona að Gerrard sanni mitt mál á sunnudaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home